Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 03. október 2020 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
Torreira stóðst læknisskoðun hjá Atletico
Mynd: Getty Images
Lucas Torreira er að ganga í raðir Atletico Madrid eftir tvö ár hjá Arsenal. Hann er búinn að standast læknisskoðun hjá félaginu.

Úrúgvæski miðjumaðurinn er langt frá því að vera í uppáhaldi hjá stjóranum Mikel Arteta og hefur félagið verið að reyna að selja hann á 20 milljónir punda en án árangurs.

Atletico hefur verið eitt af áhugasömum félögum en miklar líkur eru á að spænska stórliðið fái miðjumanninn á lánssamningi út tímabilið.

Arsenal hefur áhuga á Thomas Partey, miðjumanni Atletico, en það lítur ekki út fyrir að hann verði partur af þessum félagaskiptum.

Torreira er 24 ára gamall og er búinn að spila 89 leiki á tveimur árum hjá Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner