Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2020 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
VAR notað í fyrsta sinn á Íslandi á fimmtudag
Icelandair
VAR hefur verið notað í ensku úrvalsdeildinni frá því á síðasta tímabili.
VAR hefur verið notað í ensku úrvalsdeildinni frá því á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
VAR, myndbandsdómgæsla, verður notuð í fyrsta sinn í keppnisleik á Íslandi næstkomandi fimmtudag þegar við Íslendingar mætum Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM.

VAR hefur verið að koma meira og meira inn í fótboltann síðustu ár, og er til að mynda í notkun í annað tímabilið í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Íslenska fyrirtækið OZ hefur hannað sína útgáfu af VAR-myndbandsdómarakerfinu. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, einn besti dómari landsins, vinnur hjá OZ og hefur unnið að gerð nýja kerfisins.

Hringt var í Vilhjálm Alvar í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag og rætt var um VAR.

„Við erum með mjög samkeppnishæft VAR kerfi og erum að bíða og sjá hvað verður þegar það fer í notkun einhvers staðar."

„Það verður áhugavert," sagði Vilhjálmur um hvernig það verður að hafa VAR á Laugardalsvelli á fimmtudaginn. „Ég veit til þess að til þess að þetta verði að veruleika, þá er verið að kosta ansi miklu til enda mikið í húfi fyrir bæði lönd," sagði Vilhjálmur Alvar.

Það eru tækjabílar á leið til landsins vegna VAR kerfisins, en Vilhjálmur Alvar segir að VAR kerfi OZ sé þægilegra í flutningum og það geti farið með í ferðatöskum.

Hlusta má á umræðuna hér að neðan, en þar talar Vilhjálmur um að hann voni að VAR verði tekið upp í íslenska boltanum sem fyrst.
Útvarpsþátturinn - Boltahringborð, VAR og xG
Athugasemdir
banner
banner