Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. október 2021 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Aurier í læknisskoðun hjá Villarreal á morgun
Serge Aurier er á leið í spænska boltann
Serge Aurier er á leið í spænska boltann
Mynd: Getty Images
Fílabeinsstrendingurinn Serge Aurier er að ganga í raðir spænska félagsins Villarreal en þetta kemur fram spænska miðlinum Carrusel Deportivo.

Aurier, sem er 28 ára gamall, hefur verið án félags frá því hann komst að samkomulagi um að rifta samningi sínum við enska félagið Tottenham Hotspur.

Hann hefur verið að skoða tilboð frá nokkrum félögum síðustu vikur en nú er greint frá því að hann sé að skrifa undir samning hjá Villareal.

Samkvæmt Carrusel Deportivo mun Aurier fara í læknisskoðun hjá Villarreal á morgun áður en hann skrifar undir hjá félaginu.

Aurier er fyrirliði Fílabeinsstrandarinnar þar sem hann hefur spilað 70 landsleiki og skorað 3 mörk. Hann hefur spilað fyrir Lens, Toulouse, Paris Saint-Germain og Tottenham á atvinnumannaferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner