Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. október 2021 14:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carragher: Rodgers efstur á lista að taka við af Klopp
Rodgers og Carragher
Rodgers og Carragher
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher fyrrum varnarmaður Liverpool sagði að ef Jurgen Klopp myndi fara frá Liverpool á morgun myndi hann vilja sjá Brendan Rodgers snúa aftur.

Klopp tók við af Rodgers árið 2015 en Liverpool vann deildina í fyrsta sinn í 30 ár undir stjórn Klopp tímabilið 2019/20.

Rodgers stýrði Liverpool í þrjú tímabil frá 2012-15. Liverpool endaði í 2. sæti deildarinnar tímabilið 2013-14.

Carragher kann vel að meta Rodgers.

„Ég er mikill aðdáandi Brendan Rodgers, mér finnst hann frábær þjálfari. Ég vann með honum í ár hjá Liverpool og ég held að hann hafi verið þarna of snemma. Ef Klopp myndi hætta á morgun þá væri Rodgers efstur á lista. Það mun ekki gerast því hann hefur verið hérna áður en gert frábæra hluti með Leicester."
Athugasemdir
banner
banner
banner