Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. október 2021 17:29
Brynjar Ingi Erluson
England: Jafntefli í fjörugum leik á Anfield
Mohamed Salah skorar annað mark Liverpool í leiknum
Mohamed Salah skorar annað mark Liverpool í leiknum
Mynd: EPA
De Bruyne skoraði með góðu skoti rétt fyrir utan vítateig
De Bruyne skoraði með góðu skoti rétt fyrir utan vítateig
Mynd: EPA
Liverpool 2 - 2 Manchester City
1-0 Sadio Mane ('59 )
1-1 Phil Foden ('69 )
2-1 Mohamed Salah ('76 )
2-2 Kevin de Bruyne ('81 )

Liverpool og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli í stórleik 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í dag en öll fjögur mörkin komu í síðari hálfleik.

Gestirnir voru líklegri í fyrri hálfleiknum. Phil Foden átti fínasta skot eftir góðan undirbúning frá Bernardo Silva en Alisson sá við honum.

Kevin de Bruyne fékk þá gott skallafæri á fjærstönginni en stangaði knöttinn yfir á einhvern ótrúlegan hátt. Leikmenn City vildu fá vítaspyrnu eftir hálftímaleik þegar James Milner fór aftan í Foden inn í teig en dómarinn hafði þó engan áhuga á að skoða það.

Staðan í hálfleik, 0-0. Liverpool kom af krafti inn í síðari hálfleikinn og var það Sadio Mane sem gerði fyrsta mark leiksins á 59. mínútu.

Liverpool spilaði boltann úr vörninni og á hægri vænginn á Mohamed Salah, sem fór illa með Joao Cancelo. Mane tók gott hlaup inn fyrir áður en Salah kom boltanum á hann. Mane afgreiddi knöttinn svo framhjá Ederson.

Tíu mínútum síðar jafnaði Phil Foden metin. Gabriel Jesus átti góða takta fyrir utan teig Liverpool áður en hann kom honum á Foden sem var vinstra megin í teignum. Foden lét vaða á færstöngina og inn fór boltinn.

Á 76. mínútu var röðin komin að Salah. Egypski sóknarmaðurinn fékk boltann fyrir utan teiginn, lék á tvo leikmenn, svo þriðja er hann gabbaði Aymeric Laporte áður en hann skoraði. Geggjað mark frá Salah og hans sjötta á tímabilinu.

De Bruyne sá hvað Salah gerði og vildi leggja sitt af mörkum og jafnaði metin fimm mínútum síðar. Hann átti sendingu á Foden á vinstri vængnum. Englendingurinn átti fyrirgjöf sem fór af varnarmanni áður en hún rataði rétt fyrir utan vítateiginn, á De Bruyne, sem skoraði með góðu vinstri fótar skoti.

Fabinho komst næst því að ná í sigurmarkið á 87. mínútu. Salah átti fyrirgjöf sem Ederson missti af. Fabinho fékk boltann í teignum en Rodri bjargaði á glæsilegan hátt.

Lokatölur 2-2. Tvö af bestu liðum Englands deila stigunum og fer Liverpool í 2. sæti með 15 stig en City í sætinu fyrir neðan með 14 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner