Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. október 2021 19:37
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Enska úrvalsdeildin er besta deild heims
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var nokkuð sáttur við heildarframmistöðu liðsins í 2-2 jafnteflinu gegn Liverpool á Anfield í dag en hann segir þetta vera ástæðuna fyrir því að enska deildin sé sú besta í heiminum.

Guardiola var skemmt yfir leiknum en hann bauð upp á skemmtilegan fótbolta og mikla baráttu.

„Þvílíkur leikur. Þetta er ástæðan fyrir því að Man City og Liverpool hafa verið á toppnum síðustu ár, því við reynum að spila á þennan hátt. Því miður náðum við ekki í sigur en við töpuðum ekki heldur," sagði Guardiola.

„Þetta er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er besta deild heims. Þetta var frábær leikur."

Hann vildi fá rautt spjald á James Milner þegar tuttugu mínútur voru eftir en Milner braut klaufalega af sér þegar hann var á gulu spjaldi. Hann slapp þó við sitt annað gula.

„Þetta er gult spjald. Það er klárt. Þetta gerist á Anfield, Old Trafford og ef þetta hefði gerst fyrir okkur þá hefði leikmaður City verið rekinn af velli. Þetta er alltof augljóst að þetta var seinna gula."

En er hann sáttur við úrslitin?

„Þetta er eins og það er. Þetta eru úrslitin og við getum ekki breytt þeim. Ég veit hversu erfitt það er að mæta þessum leikmönnum og þessum stjóra. Þetta er alltaf rosaleg áskorun fyrir okkur og miðað við hvernig við spiluðum á Stamford Bridge, í París og hér í dag, sýnir að við erum frábært lið. Ég vona nú að við höldum þessu áfram og að enginn komi til baka meiddur eftir landsleikina," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner