sun 03. október 2021 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Milan vann Atalanta í fimm marka leik - Skoraði eftir 28 sekúndur
Rafael Leao og félagar fagna þriðja markinu
Rafael Leao og félagar fagna þriðja markinu
Mynd: EPA
Atalanta 2 - 3 Milan
0-1 Davide Calabria ('1 )
0-2 Sandro Tonali ('43 )
0-3 Rafael Leao ('78 )
1-3 Duvan Zapata ('86 , víti)
2-3 Mario Pasalic ('90 )

Milan er komið upp í annað sæti ítölsku deildarinnar eftir 3-2 sigur á Atalanta í lokaleik umferðarinnar í kvöld. Milan komst þremur mörkum yfir í leiknum áður en Atalanta skoraði tvö undir lokin.

Davide Calabria skoraði fyrsta markið eftir aðeins 28 sekúndur en hægri bakvörðurinn tók gott hlaup inn í teiginn. Juan Musso varði fyrsta skotið en Calabria nýtti frákastið og skoraði.

Sandro Tonali bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks áður en Rafael Leao gerði þriðja markið á 78. mínútu. Hann fékk boltann við vítateigslínuna og smellti honum í samskeytin.

Duvan Zapata minnkaði muninn með marki úr víti á 86. mínútu áður en Mario Pasalic gerði annað markið undir lokin. Lokatölur 3-2 fyrir Milan sem er í öðru sæti með 19 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Napoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner