Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 03. október 2021 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Pep brjálaðist aðeins yfir þessu
Jürgen Klopp og Pep Guardiola eru alltaf líflegir
Jürgen Klopp og Pep Guardiola eru alltaf líflegir
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist þakka guði fyrir að tveir hálfleikir eru í fótboltaleik en hann var virkilega ánægður með frammistöðuna í heildina.

Það var rólegt hjá Liverpool í fyrri hálfleiknum og tókst liðinu ekki að skapa sér mikið. Í þeim síðari skoraði Liverpool tvö mörk á móti tveimur mörkum Man City og lokatölur 2-2.

„Ég þakka guði að fótboltaleikir eru með tvo hálfleiki. Við erum ánægðir með síðari hálfleikinn og ekki nógu sáttir með fyrr af augljósum ástæðum. Við gerðum margt rangt í fyrri og City gerði fullt rétt, þannig við náðum aldrei taktinum," sagði Klopp.

„Við vorum ekkert mikið verri, við bara náðum ekki að spila mikinn fótbolta. Ég held ég hafi aldrei verið jafn ánægður á mínum ferli þegar það var flautað til loka fyrri hálfleiks. Ég var ekki búinn að plana það að spila svona og við þurftum að nota hléið og því spiluðum við vel í þeim síðari."

„Man City er magnað lið þegar það er með boltann. Það eru til leiðir til að verjast því. Þeir áttu góð færi en skoruðu ekki úr þeim og það gaf okkur slæma tilfiningu sem verður til þess að við spilum ekki fótbolta. Við vorum með langa bolta sem var engin glóra en þetta breyttist allt í seinni hálfleik.

„Við komumst þá inn í leikinn og skoruðum frábær mörk. Skilaboðin voru að taka þessa aukasendingu. Við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. Vill maður vinna leikina svona? Já. Við verðum að viðurkenna að það er allt í lagi að taka stig frá þessum leik."


Annað mark Liverpool var fallegt. Mohamed Salah lék á þrjá varnarmenn áður en hann skoraði framhjá Ederson.

„Bæði mörkin voru ansi góð. Við nýttum ekki stærsta færið okkar og ég hef ekki hugmynd um það hvernig Rodri fór að því að komast fyrir boltann. Ég hélt að boltinn væri inni en allt í góðu. Ef Leo Messi eða Cristiano Ronaldo skora svona mörk þá samþykkir heimurinn það því þetta er í heimsklassa. Salah er einn af bestu leikmönnum heims, það er nú eins og það er."

James Milner var heppinn að haldast inni á vellinum þegar tuttugu mínútur voru eftir. Hann var á gulu spjaldi og braut klaufalega af sér sem vakti mikil viðbrögð frá Pep Guardiola.

„Pep brjálaðist aðeins yfir þesuu. Ég sá þetta ekki en ég sá viðbrögðin hjá honum en skildi ekkert af hverju hann gerði þetta. Milner gerði ótrúlega vel í fyrri hálfleik og það er alls ekki auðvelt að verjast gegn þessum gaurum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner