Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 03. október 2021 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Koeman gagnrýndi ungan leikmann Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona tapaði í gær gegn Atletico Madrid með tveimur mörkum gegn engu.

Það eru erfiðir tímar hjá Ronald Koeman stjóra Barcelona en forseti félagsins styður við bakið á honum og Koeman segist bjartsýnn á að geta snúið blaðinu við.

Tveir ungir leikmenn byrjuðu leikinn í gær. Hinn 19 ára gamli Nico og 17 ára gamli Gavi. Sá síðarnefndi var valinn á A-landsliðshóp Spánar á dögunum.

Koeman var ekki ánægður með Nico í fyrra marki Atletico en hann gangrýndi leikmanninn í viðtali eftir leik.

„Þú getur ekki skilið eftir svona mikið pláss þegar þú missir boltann. Við verðum að ræða það, miðjan okkar þarf að elta sína menn og Nico lét Lemar hlaupa fyrir opnu marki," sagði Koeman.

„Þetta er ástæðan fyrir því að við spilum stundum með þrjá miðverði, við skiljum alltof mikið pláss eftir og höfum ekki hraðann á miðjunni til að ná leikmönnum eins og Llorente og Lemar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner