Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. október 2021 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Lítur ekki vel út með Jón Guðna - Missir af landsleikjunum
Jón Guðni Fjóluson
Jón Guðni Fjóluson
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson fór meiddur af velli á 27. mínútu í 3-1 tapi Hammarby gegn Norrköping en Milos Milojevic, þjálfari liðsins, ræddi málið á blaðamannafundi eftir leikinn.

Jón Guðni er í landsliðshópnum sem var valinn fyrir leikina tvo gegn Armeníu og Liechtenstein en hann verður ekki með í landsleikjunum.

Milos, sem þjálfaði Víking R. og Breiðablik hér á landi, er þjálfari Hammarby, en hann gaf þar í skyn að hann verði eitthvað frá vegna meiðsla. Hann segir að það sé 100 prósent líkur á að hann verði ekki með gegn AIK þann 24. október og því missir hann af landsleikjunum.

„Þetta lítur ekki vel út með Jón Guðna," sagði Milos á blaðamannafundinum.

„Hann hleypur og fær högg. Ég er ekki læknir sem betur fer en þetta virðist vera í fremri krossböndum og hann mun 100 prósent missa af leiknum gegn AIK," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner