Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. október 2021 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Man City leggur fram kvörtun - Hrækti á þjálfaraliðið
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur lagt fram formlega kvörtun eftir að stuðningsmaður Liverpool hrækti á þjálfaraliðið í 2-2 jafntefli liðanna á Anfield í dag.

Atvikið átti sér stað í stöðunni 1-1. Það hafði mikið gengið á í leiknum, City var nýbúið að jafna leikinn og mikill hiti í stúkunni og á hliðarlínunni.

Einn stuðningsmaður Liverpool hrækti á búningastjóra og starfslið Man City og var því náð á myndband af starfsliðinu.

Enska félagið hefur nú formlega lagt inn kvörtun til Liverpool og verður það rannsakað.

„Ég sá þetta ekki en ég heyrði af þessu. Þeir sögðu mér frá þessu og ef þetta gerðist þá er ég viss um að Liverpool mun afgreiða það mál. Liverpool er betra en þessi hegðun. Hjá hverju einasta félagi er fólk sem tekur heimskulegar ákvarðanir útaf tilfinningum. Það þarf að læra að stjórna skapi sínu," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner