Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. október 2021 06:30
Hafliði Breiðfjörð
Myndaveisla: Stemmning, skemmdarverk og vanvirðing á Akranesi
Einn stuðningsmanna Keflavíkur ofan á varamannaskýli ÍA í gær.
Einn stuðningsmanna Keflavíkur ofan á varamannaskýli ÍA í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var fjörugur leikur í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í gær þegar ÍA vann 2 - 0 sigur á Keflaví og komst þar með í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Víkingum 16. október.

Það gekk ýmsilegt á á Akranesvelli, bæði lið voru með mjög öfluga stuðningsmannahópa sem létu vel í sér heyra en örfáir úr hópunum urðu sér til skammar.

Þannig voru nokkrir stuðningsmenn Keflavíkur sem gerðu það að leik sínum að sparka niður auglýsingaskilti við völlinn og þegar gæslufólk reyndi ítrekað að fá þá til að hætta var viðkvæðið 'Nei, skagamenn skemmdu skilti í Keflavík'.

Þá skvettu þeir bjór yfir varamannabekk ÍA, börðu ítrekað með fána og bareflum í varamannaskýli þeirra og einn tók sig til og fór ofan á skýlið í tvígang. Jóhannes Karl Guðjónson þjálfari ÍA óskaði eftir því við gæsluna á Akranesvelli að hún hefði hemil á fólki.

Eftir leik sýndu svo nokkrir stuðningsmanna ÍA af sér mikla vanvirðingu við andstæðingana með því að fara inn á völlinn og í stað þess að fagna bara með sínu liði reittu þeir Oliver Kelaart og Nacho Heras leikmenn Keflavíkur til reiði skömmu eftir lokaflautið svo Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur þurfti að ganga á milli.

Þetta og fleira til má sjá á fjölda ljósmynda úr leiknum í gær sem eru hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner