Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. október 2021 16:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Park vill að stuðningsmenn Man Utd hætti að syngja um sig
Mynd: Getty Images
Manchester United vann Wolves með einu marki gegn engu í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Wolves tilkynnti nýjasta leikmann sinn fyrir leikinn en það er Suður-Kóreubúinn Hee-Chan Hwang. Á meðan á leiknum stóð sungu stuðningsmenn United söngva tileinkuðum Ji-Sung Park fyrrum leikmanni félagsins.

Hann er samlandi Hwang en hann sagði í viðtali í opinberum podcast þætti Manchester United, UTD Podcast, að stuðningsmennirnir þyrftu að hætta syngja þetta lag.

„Ég veit að stuðningsmennirnir meini vel en ég verð að kenna þeim að hætta að nota orðið dog meet [Hundakjöt], það er notað í rasískum tilgangi til að niðurlægja fólk frá Suður Kóreu í dag. Þetta orð er óþægilegt fyrir fólk frá Kóreu og mér líður illa fyrir unga leikmenn sem heyrðu þetta lag," sagði Park.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner