Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 03. október 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skipp: Værum heimskir að nýta ekki Kane
Oliver Skipp
Oliver Skipp
Mynd: Getty Images
Tottenham fær Aston Villa í heimsókn kl 13 í dag í ensku úrvalsdeildinni.

Harry Kane framherji Tottenham var sterklega orðaður við Man City í sumar og hann mætti ekki á fyrstu æfingu Tottenham það er talið hafa verið í mótmælaskini til að komast til City.

Á endanum fór hann ekki neitt og það hefur lítið sem ekkert gengið hjá honum á þessari leiktíð. Hann hefur leikið sex leiki og skorað fjögur mörk.

Það gefur kannski skakka mynd af þessu þar sem hann skoraði þrennu í síðasta leik gegn Mura í Sambandsdeildinni. Oliver Skipp leikmaður Tottenham sagði að leikmenn liðsins þyrftu að vera duglegri að búa til færi fyrir Kane.

„Auðvitað eru fullt af leikmönnum sem þurfa að gera betur. Það eru leikmenn sem hafa bætt sig og við vitum það allir að við erum með heimsklassa framherja, svo við værum heimskir að nýta hann ekki. Við þurfum allir að bæta okkur og hjálpa til að búa til færi fyrir hann," sagði Skipp.

„Kannski þurfum við að nýta föst leikatriði svo ábyrgðin sé ekki öll hans, það eru aðrir leikmenn sem geta skorað mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner