banner
   sun 03. október 2021 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Stefán mætir heitur inn í landsleikina
Stefán Teitur Þórðarson
Stefán Teitur Þórðarson
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Silkeborg í Danmörku, er búinn að eiga ágætis viku í boltanum en hann var valinn í A-landsliðið á föstudag og skoraði svo í 4-1 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Skagamaðurinn hefur verið frábær með Silkeborg á þessari leiktíð en liðið er nýliði í deildinni eftir góðan árangur í B-deildinni á síðasta ári.

Stefán hefur verið með bestu mönnum danska liðsins á tímabilinu og var í kjölfarið valinn í landsliðshópinn á föstudag fyrir tvo leiki gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM.

Hann á fjóra leiki með A-landsliðinu. Hann spilaði tvo æfingaleiki gegn Póllandi og Færeyjum í sumar og var svo valinn í hópinn í fyrstu mótsleikina. Stefán gerði þriðja mark Silkeborg í 4-1 sigri á Nordsjælland og fyrsta mark hans í deildinni.

Silkeborg er í fimmta sæti með 17 stig og fagnað frábærri byrjun á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner