Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. október 2021 15:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þrettán stjórar á tíu árum hjá Watford
Quique Sánchez Flores stýrði Watford frá september til desember 2019. Það hafa 5 menn stýrt liðinu síðan.
Quique Sánchez Flores stýrði Watford frá september til desember 2019. Það hafa 5 menn stýrt liðinu síðan.
Mynd: Getty Images
Xisco Nunez var rekinn frá Watford í morgun en liðið tapaði gegn Leeds í gær.

Watford er með 7 stig eftir 7 umferðir. Það þykir eigendum Watford ekki nægilega gott. Eigendur liðsins virðast yfir höfuð ekki mjög þolinmóðir en Xisco er þrettándi stjóri liðsins á síðustu tíu árum.

Fréttir herma að Claudio Ranieri sem gerði Leicester m.a. að Englandsmeisturum verði þá fjórtándi stjóri félagsins á 10 árum.

Xisco tók við Watford af Vladimir Ivić í desember 2020 en Ivic var stjóri liðsins í fjóra mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner