Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. október 2021 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Undantekningalaust vann liðið sem Stubbur var í"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA varð fyrir áfalli stuttu fyrir mót þegar Kristijan Jajalo markvörður handleggsbrotnaði. Það varð því í höndum Steinþórs Más Auðunssonar betur þekktur sem Stubbur að verja mark KA gegn HK í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar.

Hann fór á kostum í þeim leik og varði mark KA út leiktíðina og að margra mati besti markvörður deildarinnar. Fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins reynslu af 1. og 2. deild með Magna, Dalvík/Reyni og Völsungi.

Arnar Grétarsson þjálfari KA var gestur hjá Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni í útvarpsþætti Fótbolta.net. Tómas spurði Arnar hvort hann hafi nokkuð átt von á þessari frammistöðu frá Stubb. Tómas endaði á því að segja„Ekki segja að hann hafi verið góður á æfingum og eitthvað.

„Ég ætla að vera leiðinlegur við þig, markmannsþjálfarinn okkar fór í panikk, tölum alveg hreina íslensku, Jajalo er frábær markvörður og búinn að sanna sig sem hinn var ekki búinn að gera. Við erum með þá frá janúar fram að fyrsta leik eru þeir saman á æfingum."

„Ég er ekki sérfærðingur og læt markmannsþjálfarann ráða en ég er með augu og sé hvað er að gerast á æfingum, undantekningalaust, það lið sem Stubbur var í vann. Auðvitað hafði maður áhyggjur af því hvernig myndi hann bregðast við pressunni að spila."
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Arnar Grétars og Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner