Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. október 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vardy að nálgast markamet í úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Jamie Vardy er að nálgast markamet í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er ekkert venjulegt met en hann hefur skorað 89 mörk í deildinni síðan hann varð þrítugur.

Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri mörk eftir að hann varð þrítugur en Ian Wright fyrrum framherji Arsenal skoraði 93 mörk eftir þrítugt.

Vardy sprakk út seint á ferlinum en hann kom til Leicester frá utandeildarliði Fleetwood Town árið 2012 þá 25 ára gamall. Tímabilið 2015-16, á sínu öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni átti hann sitt besta tímabil í treyju Leicester í markaskorun er hann skoraði 24 mörk.

Leicester á leik gegn Crystal Palace kl 13 í dag, spurning hvort Vardy muni færast nær þessu meti í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner