Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. október 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilhjálmur verður með Breiðabliki út riðlakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var staðfest í gærkvöldi að Ásmundur Arnarsson myndi taka við af Vilhjálmi Kára Haraldsyni sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

Vilhjálmur mun stýra liðinu í fyrsta leik riðilsins í Meistaradeildinni gegn PSG en Ásmundur mun vera í þjálfarateyminu á þeim leik. Hann mun síðan taka við.

Breiðablik varð bikarmeistari í gær þar sem liðið lagði Þrótt með fjórum mörkum gegn engu. Vilhjálmur staðfesti í viðtali eftir leikinn að hann muni stýra liðinu gegn PSG svo sagði hann „svo sjáum við til."

Fram kemur í frétt Breiðabliks er Ási var tilkynntur sem nýr þjálfari liðsins að Vilhjálmur muni vera honum innan handar út riðlakeppnina.
Villi: Vorum aldrei að fara tapa þessu
Athugasemdir
banner