Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 03. október 2021 13:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Watford í viðræðum við Ranieri
Mynd: Getty Images
Xisco Munoz var rekinn í morgun sem knattspyrnustjóri Watford.

Watford er með sjö stig eftir sjö umferðir en Watford eru nýliðar í deildinni eftir að Xisco kom liðinu upp úr Championship deildinni en hann tók við liðinu í desember 2020.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er Watford í viðræðum við Claudio Ranieri um að taka við sem stjóri liðsins. Ranieri sem verður sjötugur síðar í þessum mánuði hefur stjórnað liðum á borð við Chelsea, Juventus, Roma og Inter. Þá gerði hann Leicester af Englandsmeisturum tímabilið 2015/16.

Watford mun að öllum líkindum vera komnir með nýjan stjóra er liðið mætir Liverpool þann 16. október á Vicarage Road. Ef Ranieri tekur við mun hann skrifa undir tveggja ára samning við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner