Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
17 ára Ihattaren valdi hollenska landsliðið
Ihattaren í leik með U17 liði Hollands.
Ihattaren í leik með U17 liði Hollands.
Mynd: Getty Images
Hollendingar eru gríðarlega ánægðir með ungstirni sitt Mohamed Amine Ihattaren, sem er yfirleitt kallaður Mo Ihattaren, því hann samþykkti kallið í hollenska A-landsliðið.

Ihattaren, sem verður 18 ára í febrúar, hefur verið meðal betri leikmanna PSV Eindhoven á leiktíðinni en Hollendingar óttuðust um framtíð hans með landsliðinu því hann er ættaður frá Marokkó og gat valið á milli landsliða.

Ihattaren er miðjumaður og hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Hollands undanfarin ár. Hann gæti komið við sögu með hollenska A-landsliðinu strax í næsta landsleikjahléi sem byrjar eftir næstu helgi.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið PSV síðasta janúar, aðeins 16 ára gamall, og hefur PSV unnið 73% leikja með hann í byrjunarliðinu. Til samanburðar hefur liðið unnið 53% leikja án hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner