sun 03. nóvember 2019 20:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dramatík í Grikklandi - Loksins sigur hjá Valerenga
Matti Villa.
Matti Villa.
Mynd: Valerenga
Sverrir Ingi.
Sverrir Ingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK sem tók á móti Panathinaikos í grísku ofurdeildinni í kvöld.

Sverrir lék allan leikinn í 2-2 jafntefli. Gestirnir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks en Vierinha jafnaði fyrir PAOK á 65. mínútu. Fyrrum Liverpool leikmaðurinn, Emiliano Insua, lagði upp á fyrrum Manchester United leikmanninn, Federico Macheda, sem kom gestunum aftur yfir á 87. mínútu.

Á 11. mínútu uppbótartíma jafnaði svo Vierinha aftur leikinn fyrir PAOK. Vierinha skoraði þá úr vítaspyrnu og tryggði PAOK dýrmætt stig. PAOK er tveimur stigum á eftir toppliði Olympiakos.

PAOK 2 - 2 Panathinaikos

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Valerenga og lék allan leikinn þegar liðið lagði Brann að velli á heimavelli.

Valerenga hefur gengið mjög brösulega síðustu mánuði og hafði fyrir leikinn í kvöld ekki unnið leik síðan í júlí mánuði, alls tólf leikir án sigurs.

Herolind Shala skoraði eina mark leiksins á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valerenga er í 9. sæti Eliteserien.

Valerenga 1 - 0 Brann
Athugasemdir
banner
banner
banner