banner
   sun 03. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Everton tekur á móti Tottenham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir síðustu leikir elleftu umferðar úrvalsdeildartímabilsins fara fram í dag.

Crystal Palace tekur á móti Leicester City í fyrri leik dagsins. Leicester getur jafnað Chelsea á stigum með sigri og tekið yfir þriðja sætið á markatölu.

Crystal Palace hefur farið þokkalega af stað og getur tekið fimmta sætið af Arsenal með sigri í dag. Heimamenn eru án Mamadou Sakho, Connor Wickham og Andros Townsend vegna meiðsla.

Seinni leikur dagsins er af stærri kantinum þó liðin sem mætast séu búin að vera í lægð á upphafi tímabils.

Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélagar hans í Everton taka á móti fyrrum vinnuveitendum Gylfa frá Tottenham hverfinu í London.

Gylfi er ekki búinn að vera í byrjunarliði Everton síðustu þrjá leiki.

14:00 Crystal Palace - Leicester (Síminn Sport)
16:30 Everton - Tottenham (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner