sun 03. nóvember 2019 21:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Immobile skoraði 100. markið fyrir Lazio í sigri á Milan
Ciro Immobile hefur skorað 100 mörk í 146 leikjum með Lazio í öllum keppnum.
Ciro Immobile hefur skorað 100 mörk í 146 leikjum með Lazio í öllum keppnum.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram á Ítalíu í kvöld. Fiorentina tók á móti Parma í fyrri leiknum.

Gestirnir í Parma komust yfir á 40. mínútu leiksins þegar Gervinho kláraði vel eftir sendingu frá Juraj Kucka.

Parma leiddi í leikhléi en Gaetano Castrovilli jafnaði leikinn með skallamarki á 67. mínútu eftir fyrirgjöf frá Henrique Dalbert. Fleira markvert gerðist ekki eftir jöfnunarmarkið og liðin skildu jöfn.

Lazio heimsótti AC Milan í seinni leik kvöldsins. Ciro Immobile kom Lazio yfir á 25. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi með skalla eftir fyrirgjöf frá Manuel Lazzari.

Þremur mínútum síðar varð Bastos fyrir því óláni að jafna leikinn fyrir AC Milan með sjálfsmarki. Flest benti til þess að leikurinn myndi enda í jafntefli en Lazio var þó líklegra til að skora sigurmarkið því liðið skapaði fleiri færi.

Lazio fékk eit slíkt á 84. mínútu. Joaquin Correa skoraði úr því eftir flott einstaklingsframtak. Luis Alberto átti sendinguna á Correa. Milan tókst ekki að jafna leikinn og sigurinn því Lazio manna.

Lazio er í 4. sæti deildarinnar, Fiorentina í því 8., Parma í því 10. og Milan í því 11.

Milan 1 - 2 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('25 )
1-1 Bastos ('28 , sjálfsmark)
1-2 Joaquin Correa ('83 )

Fiorentina 1 - 1 Parma
0-1 Gervinho ('40 )
1-1 Gaetano Castrovilli ('67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner