Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. nóvember 2019 22:00
Aksentije Milisic
Owen gagnrýnir Solskjær - Schmeichel ekki sammála
Solskjær ræðir við Pogba.
Solskjær ræðir við Pogba.
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United, hefur komið Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, til varnar eftir að Michael Owen gagnrýndi hann í kjölfarið á tapinu gegn Bournemouth í gær.

Man.Utd hefur einungis fengið fimm stig í síðustu sex deildarleikjum. Liðið virtist vera ná sér ágætlega á strik eftir þrjá útisigra í röð í öllum keppnum og því var tapið í gær mikil vonbrigði fyrir Solskjær og lærisveina hans.

„Ég sjálfur er þolinmóður maður en ef Jurgen Klopp eða Pep Guardiola væru að stjórna Man.Utd, þá get ég lofað því að liðið væri búið að bæta sig mikið með þennan hóp sem þeir hafa," sagði Owen.

„Þeir hafa mjög góða leikmenn. Þeir eru hins vegar ekki að spila eins vel og þeir geta. Þegar þú lítur á Liverpool og Man.City, þá sérðu að Klopp og Guardiola eru að ná því besta fram úr sínum leikmönnum."

Peter Schmeichel er ekki sammála Owen og segir þetta ekki vera sambærilegt.

„Jurgen Klopp er með mjög fáa leikmenn í sínu liði í dag sem voru hjá Liverpool þegar hann tók við. Fyrsta tímabilið hjá Guardiola var ekkert sérstakt, fólk gleymir því. Hann skipti út öllum fimm öftustu mönnunum. Á öðru tímabili hans notaði hann Vincent Kompany lítið sem ekkert." sagði Schmeichel.

„Hann keypti leikmann eins og Bernardo Silva. Hann hefur breytt liðinu mikið og það hefur tekið hann tíma að koma liðinu á þann stað sem það er í dag. Ole Gunnar Solskjær tók við Manchester United undir allt öðrum kringumstæðum heldur en Pep hjá City."

Owen hélt áfram og sagði að Man.Utd væri samt með of góða leikmenn til þess að vera í þessari stöðu og nefndi þar menn á borð við Pogba, Maguire og De Gea. Hann segir að Solskjær sé hreinlega ekki að ná nægilega miklu út úr liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner