Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pólland: Böðvar spilaði allan leikinn í sigri
Mynd: Böðvar Böðvarsson
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar er Jagiellonia lagði LKS Lodz að velli í efstu deild í Póllandi.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en heimamenn voru betri í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk.

Lokatölur 2-0 og verðskuldaður sigur Jagiellonia staðreynd. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar, með 23 stig eftir 14 umferðir. Þetta var fyrsti leikur Böðvars síðan 12. ágúst.

Jagiellonia 2 - 0 LKS Lodz
1-0 B. Kwiecien ('67)
2-0 P. Klimala ('79)
Rautt spjald: N. Rozwandowicz, Lodz ('91)

Adam Örn Arnarson var þá ónotaður varamaður er Gornik Zabrze gerði jafntefli við Piast Gilwice.

Gornik er í neðri hluta deildarinnar með 16 stig og sagði Adam nýverið í viðtali að hann sé ekki ánægður með lítinn spiltíma hjá félaginu.

Gornik Zabrze 1 - 1 Piast Gliwice
0-1 P. Wisniewski ('51, sjálfsmark)
1-1 S. Matuszek ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner