Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. nóvember 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Richarlison: Við leikmenn þurfum að axla ábyrgð
Mynd: Getty Images
Everton hefur undanfarin ár reynt að blanda sér í hóp sex bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar, en án árangurs.

Liðið hefur farið illa af stað í ár og er aðeins með 10 stig eftir 10 fyrstu umferðirnar. Richarlison segir að það sé kominn tími fyrir leikmenn til að axla ábyrgð en hingað til hefur Marco Silva stjóra verið kennt um slæmt gengi.

„Það eru engar afsakanir eftir, við verðum að færa okkur upp töfluna. Það er ekkert annað í boði. Þetta hafa verið erfiðar vikur fyrir okkur en það er ekki hægt að kenna þjálfaranum um allt," sagði Richarlison.

„Það erum við leikmenn sem förum á völlinn og það er kominn tími á okkur að axla ábyrgð. Við erum búnir að tapa stigum á mjög pirrandi hátt í allt haust. Eina lausnin er að spila betur og skora meira."

Richarlison er í miklu uppáhaldi hjá Silva sem fékk hann til Watford á sínum tíma og keypti hann svo yfir til Everton þegar hann skipti um félag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner