Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. nóvember 2019 19:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samúel í sigurliði - Willum með vírus
Samúel Kári.
Samúel Kári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viking tók á móti Lilleström í norsku Eliteserien. Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Viking sem sigraði leikinn 3-0. Samúel lék allan leikinn og átti góðan leik. Samúel hefur verið hæstur eða næst hæstur í einkunnargjöf í síðustu fjórum leikjum.

Arnór Smárason byrjaði á bekknum hjá Lilleström en lék allan seinni hálfleikinn. Viking er í 5. sæti en Lilleström í því 11.

Oliver Sigurjónsson var þá ónotaður varamaður þegar Bodo/Glimt gerði 2-2 jafntefli gegn Haugesund á heimavelli.

Viking 3 - 0 Lilleström

FC Kaupmannahöfn vann sinn þriðja leik í röð í dönsku Superliga þegar liðið lagði Sönderjyske að velli.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Sönderjyske og lék allan leikinn. Eggert varð fyrir því óláni að handleika knöttinn inn í eiginn vítateig eftir rúman stundarfjórðung. FCK fékk vítaspyrnu og skoraði fyrsta markið. Þá fékk Eggert gult spjald fyrir leikbrotið.

Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður hjá Sönderjyske sem situr í 10. sæti deildarinnar. FCK er í 2. sæti, fjórum stigum á eftir Midtjylland sem er í toppsætinu.

FC Kaupmannhöfn 3 -0 SönderjyskE

BATE að missa af titlinum
Þá var Willum Þór Willumsson ekki í leikmannahópi BATE sem tapaði 2-4 gegn Isloch Minsk á heimavelli í 27. umferðinni í hvít-rússnesku deildinni.

Willum hefur verið að glíma við vírus og missti af leiknum í dag sem og síðasta leik liðsins. Willum ætti að vera klár í næsta leik BATE.

BATE er sjö stigum á eftri toppliði Brest þegar þrjár umferðir eru eftir.

BATE 2 - 4 Isloch Minsk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner