Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 19:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Alfreð skoraði í tapi gegn Schalke
Mynd: Getty Images
Amine Harit, hetja Schalke
Amine Harit, hetja Schalke
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í þýsku Bundesliga í dag. Fortuna Dusseldorf lagði Köln á heimavelli í fyrri leik dagsins.

Rouwen Hennings skoraði úr vítaspyrnu á 38. mínútu fyrir Fortuna og leiddu heimamenn í hléi. Erik Thommy skoraði svo seinna mark leiksins eftir rúman klukkutíma þegar hann fékk flotta stungusendingu frá Kaan Ayhan.

Augsburg í basli
Augsburg fékk Schalke í heimsókn í seinni leik dagsins. Daniel Baier kom Augsburg yfir þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Alfreð Finnbogason fékk boltann úti á hægri vængnum og gaf inn á völlinn. Boltinn rétt kom við Marco Richter og barst þaðan á Daniel Baier sem skoraði með góðu skoti fyrir utan teig.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks varð Stephan Lichtsteiner fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þannig leikinn fyrir Schalke. Lichtsteiner skallaði aukaspyrnu Schalke í eigið net.

Alfreð Finnbogason gerði þriðja mark leiksins af vítapunktinum á 60. mínútu leiksins. Alfreð skaut í hægra markhornið. Á 71. mínútu jafnaði Schalke þegar Ozan Kabak skallaði aukaspyrnu Daniel Caligiuri í netið.

Schalke skoraði svo sigurmarkið á 82. mínútu þegar Amine Harit átti flottan sprett með boltann og kláraði svo framhjá Tomas Koubek í marki Augsburg.

Augsburg er eftir umferðina í þriðja neðsta sæti deildarinnar með sjö stig.

Fortuna Dusseldorf 2 - 0 Koln
1-0 Rouwen Hennings ('38 , víti)
2-0 Erik Thommy ('61 )

Augsburg 2 - 3 Schalke 04
1-0 Daniel Baier ('38 )
1-1 Stephan Lichtsteiner ('45 , sjálfsmark)
2-1 Alfred Finnbogason ('60 , víti)
2-2 Ozan Kabak ('71 )
2-3 Amine Harit ('82 )
Athugasemdir
banner
banner