Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. nóvember 2019 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tosun: Tæki 0-5 tapi í staðinn fyrir meiðsli Gomes
Mynd: Getty Images
Cenk Tosun, framherji Everton, kom inn á sem varamaður gegn Tottenham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tosun jafnaði leikinn á 8. mínútu uppbótartíma með skallamarki eftir fyrirgjöf Lucas Digne. Tólf mínútum var bætt við leikinn vegna meiðsla Andre Gomes en hann meiddist illa eftir samstuð við Serge Aurier. Heung-min Son braut á Gomes sem lenti svo á Aurier.

Tosun tjáði sig um markið og meiðsli Gomes eftir leikinn á Instagram reikningi sínum. Þar skrifar Tosun:

„Jafnteflið skiptir engu máli þegar eitthvað svona gerist. Ég vildi óska að ég hefði ekki skorað, að við hefðum tapað 0-5 og þetta hefði ekki gerst. Ég veit að þú munt snúa til baka sterkari, bróðir, og við munum vera til staðar fyrir þig," og merkir Andre Gomes við færsluna.


Athugasemdir
banner
banner
banner