Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. nóvember 2020 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sex leikmenn Ajax fá leyfi til að spila
Dusan Tadic byrjar hjá Ajax.
Dusan Tadic byrjar hjá Ajax.
Mynd: Getty Images
Ajax spilar við Íslendingalið Midtjylland í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram í Herning í Danmörku.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjar á bekknum hjá Midtjylland.

Ajax mætir með sterkt lið til leiks þrátt fyrir að ellefu leikmenn liðsins hafi greinst með kórónuveiruna í gær. Leikmennirnir voru sendir í annað próf og komu sum þeirra út neikvæð. Það var þannig í tilfelli Andre Onana, Dusan Tadic, Davy Klaassen, Maarten Stekelenburg, Ryan Gravenberch og Zakaria Labyad.

Tadic, Onana, Gravenberch og Labyad hafa fengið veiruna áður og talið er að þeir hafi greinst jákvæðir því leifar af veirunni hafi verið í sýnum sem voru tekin frá þeim.

Ajax fékk leyfi frá dönskum yfirvöldum til að nota leikmennina. Onana, Tadic og Gravenberch byrja en hinir eru á bekknum. Stekelenburg og Klaassen fóru beint frá flugvellinum á leikvanginn í Herning.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er í D-riðli Meistaradeildarinnar.

Byrjunarlið Ajax: Onana; Mazraoui, Schuurs, Martínez, Tagliafico; Blind, Ekkelenkamp, ​​Gravenberch; Antony, Tadic, Promes.

Sjá einnig:
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Jota inn fyrir Firmino
Athugasemdir
banner
banner