Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. nóvember 2020 15:23
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Birkir Bjarna í frystikistunni hjá Brescia
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason er í frystikistunni hjá ítalska B-deildarfélaginu Brescia en hann hefur ekki spilað einn einasta leik með liðinu síðan nýtt tímabil hófst.

Birkir hefur um margra ára skeið verið lykilmaður í íslenska landsliðinu og verður að öllum líkindum í hópnum sem mætir meðal annars Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um að komast á EM.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður í Búdapest á fimmtudaginn í næstu viku, 12. nóvember. Íslenski landsliðshópurinn verður kynntur á föstudaginn.

Birkir lék alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga og var með fyrirliðabandið gegn Belgíu. Hann hefur ekki spilað leik síðan.

Brescia féll úr ítölsku A-deildinni en talað var um í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn að hann hafi viljað yfirgefa félagið í sumar. Hann var meðal annars orðaður við Sion í Sviss.

Eitthvað hafi kastast í kekki milli hans og æðstu manna félagsins og Birkir verið geymdur utan leikmannahópsins í upphafi tímabils.
Útvarpsþátturinn - Fótboltinn blásinn af
Athugasemdir
banner
banner
banner