Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 03. nóvember 2020 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Jota inn fyrir Firmino
Diogo Jota byrjar fyrir Liverpool.
Diogo Jota byrjar fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Inter er án Lukaku.
Inter er án Lukaku.
Mynd: Getty Images
Mikael byrjar á bekknum hjá Midtjylland.
Mikael byrjar á bekknum hjá Midtjylland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Meistaradeildarkvöld í kvöld og fara fram átta leikir í heildina.

Það er mjög áhugaverður leikur á Ítalíu þar sem Atalanta tekur á móti Liverpool. Atalanta fór á kostum í keppninni í fyrra en liðið féll út í 8-liða úrslitum gegn Paris Saint-Germain.

Amad Traore, ungur leikmaður sem fer til Manchester United í janúar, byrjar á bekknum rétt eins og Josip Ilicic sem er að koma til baka eftir að hafa tekið sér örlítið frí frá fótbolta af persónulegum ástæðum.

Diogo Jota, sem hefur farið mjög vel af stað með Liverpool frá félagaskiptum sínum frá Wolves, byrjar í kvöld í stað Roberto Firmino. Þá kemur miðvörðurinn ungi Rhys Williams einnig inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Atalanta: Sportiello, Toloi, Palomino, Djimsiti, Hateboer, Freuler, Palasic, Mojica, Gomez, Muriel, Zapata.
(Varamenn: Rossi, Gollini, Lammers, Romero, Malinovskyi, Depaoli, Pessina, Ruggeri, Scalvini, Miranchuk, Ilicic, Traore)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, R. Williams, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Jones, Salah, Jota, Mane.
(Varamenn: Adrian, Kelleher, Milner, Keita, Firmino, Minamino, Tsimikas, Shaqiri, Origi, Matip, Cain, N. Williams)

Það er stórleikur í Madríd þar sem heimamenn taka á móti Inter. Real er aðeins með eitt stig á botni riðilsins en Inter er með tvö stig í þriðja sæti. Þetta er því mjög mikilvægur leikur. Eden Hazard byrjar hjá Real en Romelu Lukaku er meiddur og ekki með Inter.

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois, Vazquez, Ramos, Varane, Mendy, Kroos, Casemiro, Valverde, Asensio, Benzema, Hazard.

Byrjunarlið Inter: Handanovic, D'Ambrosio, De Vrij, Bastoni, Hakimi, Barella, Brozovic, Vidal, Young, Martinez, Perisic.

Ríkjandi meistarar Bayern München heimsækja Salzburg og Manchester City tekur á móti Olympiakos. Ögmundur Kristinsson er ekki með Olympiakos.

Byrjunarlið Bayern: Neuer, Pavard, Boateng, Alaba, Hernandez, Kimmich, Tolisso, Gnabry, Muller, Coman, Lewandowski.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Stones, Ake, Zinchenko, De Bruyne, Gundogan, Foden, Mahrez, Torres, Sterling.
(Varamenn: Dias, Gabriel Jesus, Steffen, Laporte, Rodri, Bernardo Silva, Joao Cancelo, Garcia, Nmecha, Bernabe, Trafford)

Mikael Neville Anderson byrjar á bekknum hjá Midtjylland sem spilar við Ajax á heimavelli í sama riðli og Liverpool og Atalanta. Það kom upp hópsmit hjá Ajax í gær en leikmennirnir fóru í annað próf og greindust sumir þeirra neikvæðir eftir það. Þar á meðal eru Dusan Tadic, Andre Onana og Ryan Gravenberch sem eru allir í byrjunarliðinu.

Leikir dagsins:
Riðill A
17:55 Lokomotiv - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Salzburg - Bayern

RIðill B
17:55 Shakhtar D - Gladbach
20:00 Real Madrid - Inter (Stöð 2 Sport)

Riðill C
20:00 Man City - Olympiakos
20:00 Porto - Marseille

Riðill D
20:00 Atalanta - Liverpool (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Midtjylland - Ajax
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner