banner
   þri 03. nóvember 2020 11:04
Elvar Geir Magnússon
Býst við að Haaland fari til Liverpool
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
„Hann mun enda í Liverpool," segir Cristoph Freund, yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull Salzburg.

Hann er þar að tala um norska sóknarmanninn Erling Haaland hjá Borussia Dortmund. Haaland lék með Salzburg áður en hann hélt til Þýskalands.

Mikið hefur verið rætt um hvert næsta skref þessa tvítuga leikmanns muni verða en Manchester United reyndi að fá hann.

Miðað við orð Freund er Liverpool líklegasti áfangastaðurinn.

„Hann getur spilað fyrir hvaða lið sem er í heiminum. Með hans hugarfar og sjálfstraust þá mun hann skilja eftir spor í evrópskum fótbolta næsta áratug," segir Freund.

Haaland skoraði 28 mörk í 22 leikjum á síðasta tímabili sínu með Salzburg.

„Þegar hann fór til Dortmund voru mörg félög sem höfðu áhuga en á endanum var þetta ákvörðun leikmannsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner