Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 03. nóvember 2020 11:00
Aksentije Milisic
Conte var nálægt því að taka við Real Madrid
Conte fær gult kort.
Conte fær gult kort.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, þjálfari Inter Milan, sagði frá því á blaðamannafundi í gær að hann hafi eitt sinn verið mjög nálægt því að taka við Real Madrid.

Real og Inter mætast í stórleik í Meistaradeildinni í kvöld en bæði lið eru án stiga eftir fyrstu tvo leikina og því um gífurlega mikilvægan leik að ræða.

Romelu Lukaku, helsti markaskorari Inter, er frá vegna meiðsla og verður ekki með í leiknum í kvöld.

„Ég var nokkrum sinnum mjög nálægt því að taka við Real Madrid," sagði Conte.

„Þá var tímabilið samt byrjað og það hefði verið erfitt að taka við á miðju tímabili. Ég vildi því ekki taka við á þannig tímapunkti."

„Núna er Inter með minn allan hug. Við erum að búa til eitthvað mikilvægt og ég er mjög sáttur. Real Madrid er í fortíðinni, ég var nálægt því en á endanum gerðist það ekki."
Athugasemdir
banner
banner