Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 03. nóvember 2020 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diogo Jota sjóðandi heitur - „Einhver að ná í slökkvitæki"
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Diogo Jota fer heldur betur vel af stað með Liverpool.

Hann var keyptur frá Úlfunum til Liverpool í sumar fyrir allt að 45 milljónir punda.

Hann er búinn að skora þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni í fimm leikjum, þar á meðal sigurmark gegn West Ham um síðustu helgi. Hann fékk að byrja gegn Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld og er hann búinn að skora tvö mörk.

Hann er núna búinn að skora þrjú mörk í þremur leikjum í Meistaradeildinni, en Liverpool leiðir 2-0 á útivelli gegn Atalanta.

„Það verður einhver að ná í slökkvitæki og slökkva í manninum," sagði Rikki G í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þegar Jota skoraði annað mark sitt í leiknum gegn Atalanta.

„Hvað er að Diogo Jota? Reynið að útskýra það fyrir mér. Sá er klár í bátana. Þvílíkur happafengur fyrir Liverpool," sagði Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben.

Hægt er að sjá mörk hans hérna og hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner