Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 03. nóvember 2020 15:00
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Ben: Þær spila ekkert ólíkt Breiðablik karla liðinu
Eiður Ben Eiríksson
Eiður Ben Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með sterkara lið og teljum okkur vera sigurstranglegri aðilinn í þessu einvígi. Við förum í leikinn til þess að vinna og tryggja okkur áframhaldandi þáttöku í keppninni. Við gerum okkur grein fyrir því að HJK er með hörku lið, en ef við spilum okkar leik að þá klárum við þetta verkefni," segir Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, en liðið mætir HJK í Meistaradeildinni klukkan 15:00 á morgun.

Ekki er leikið heima og að heiman heldur ráðast úrslitin á morgun. Valsmenn hafa kynnt sér finnsku meistarana vel.

„Við vitum ansi mikið um andstæðinginn. Þær eru vel spilandi lið sem spilar ekkert ólíkt Breiðablik karla liðinu. Þær spila úr öllu sem þær gera. Markmaðurinn kemur hátt á völlinn og tekur þátt í uppspili liðsins. Þær eru vel skipulagðar varnarlega og eru mjög þéttar."

Út af reglum vegna kórónuveirunnar hefur Valur ekkert náð að æfa í aðdraganada leiksins og nokkrir leikmenn liðsins voru einnig að klára sóttkví eftir að hafa spilað með landsliðinu í síðustu viku.

„Fyrst og fremst erum við bara þákklát fyrir að fá að spila og að geta lengt tímabilið aðeins. Undirbúningurinn hefur gengið vel, í draumaheimi hefðum leikmenn ekki þurft að fara í sóttkví en svona er bara staðan og við pælum ekkert í því og einbeitum okkur að þeim hlutum sem við höfum stjórn á,“ sagði Eiður en hann segir að staðan á hópnum sé góð.

„Staðan á leikmannahópnum er mjög góð. Óhjákvæmilega munum við þurfa að gera tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik sem við spiluðum í deildinni. en við erum við stóran hóp og breytir því ekki miklu máli þó leikmenn detti út, það koma alltaf aðrir inn á völlinn og stíga upp.“
Athugasemdir
banner
banner