Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. nóvember 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst Pochettino ekki tilheyra elítuhópi
Pochettino fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019.
Pochettino fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019.
Mynd: Getty Images
Darren Bent, fyrrum sóknarmaður Charlton, Tottenham og Sunderland meðal annars, er ekki á þeirri skoðun að Mauricio Pochettino sé á meðal allra bestu knattspyrnustjóra í heimi.

Um ár er liðið frá því að Pochettino var rekinn frá Tottenham, en hann var gestur á Sky Sports í gær þar sem hann sagðist klár í að snúa aftur.

„Ég er alltaf tilbúinn í að snúa aftur. Ég elska fótbolta. Þetta er ástríðan mín, vinnan mín," sagði Pochettino, sem hefur allra mest verið orðaður við Manchester United þar sem Ole Gunnar Solskjær er núna stjóri.

Bent, sem spilaði 13 A-landsleiki fyrir England á leikmannaferli sínum, ræddi um Pochettino á útvarpsstöðinni Talksport og sagði hann:

„Þegar ég skoða elítuhóp knattspyrnustjóra, þá lít ég á Klopp, Guardiola og jafnvel Ancelotti. Ég get ekki sett Pochettino í þann hóp. Hann var hjá Spurs en hann vann ekki neitt. Hann er góður en hann er ekki það góður að ég get ekki sett hann í þennan flokk."

Pochettino kom Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019, en Bent finnst það ekki nóg til að setja hann í hóp með bestu knattspyrnustjórum í heimi.

„Pochettino þróaði leikmenn eins og Dele Alli og Harry Kane, en Daniel Levy þurfti á endanum að fá inn annan mann til þess að vinna titla," segir Bent.
Athugasemdir
banner
banner