Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 03. nóvember 2020 13:31
Magnús Már Einarsson
Giggs stýrir Wales ekki í næstu leikjum eftir handtökuna
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs mun ekki stýra landsliði Wales í komandi leikjum í nóvember en þetta var staðfest nú rétt í þessu.

Giggs var handtekinn á heimili sínu í Manchester á sunnudag en hann er sakaður um að hafa ráðist á eiginkonu sína.

Lögreglan rannsakar nú málið en Giggs neitar sök.

Giggs átti að kynna landsliðshóp fyrr komandi leiki í dag en fréttamannafundi hans var aflýst og nú hefur verið staðfest að hann stýri ekki leikjunum.

Robert Page, aðstoðarmaður Giggs, mun stýra Wales í komandi leikjum gegn Bandaríkjunum, Írlandi og Finnlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner