Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. nóvember 2020 09:36
Elvar Geir Magnússon
Hvernig er besta byrjunarlið Man Utd? - Sutton velur ekki Pogba
Þrír af fjórum velja Paul Pogba í liðið.
Þrír af fjórum velja Paul Pogba í liðið.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba var mikið í umræðunni eftir tap Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Umræða hefur verið í gangi um hvort þessi fokdýri Frakki eigi enn skilið að vera í byrjunarliði United.

Daily Mail fékk fjóra sparkspekinga til að setja saman sterkasta byrjunarlið United að sínu mati. Chris Sutton, Micah Richards, Ian Ladyman og Chris Wheeler fengu það verkefni.

Sutton er sá eini af þeim sem skildi Pogba eftir á bekknum. Hann valdi 4-2-3-1 leikkerfi með Fred og Scott McTominay á miðjunni og Bruno Fernandes fyrir framan þá.

Richards og Wheeler völdu Axel Tuanzebe í hjarta varnarinnar.

Hér að neðan má sjá valið hjá sérfræðingunum fjórum. Hvaða byrjunarlið lýst þér best á?
Athugasemdir
banner
banner
banner