Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. nóvember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Maradona fluttur á sjúkrahús
Maradona er þjálfari Gimnasia de La Plata.
Maradona er þjálfari Gimnasia de La Plata.
Mynd: Getty Images
Diego Maradona var fluttur á sjúkrahús í gær en hann ku þó ekki vera alvarlega veikur.

Maradona, sem fagnaði sextugs afmæli í síðustu viku, hefur liðið illa undanfarið og hann er nú mættur í rannsóknir á sjúkrahús.

Leopoldo Luque, læknir Maradona, segir að hann verði líklega á sjúkrahúsi næstu þrjá dagana.

„Honum líður ekki vel og það hefur áhrif á hann. Hann þarf hjálp og þetta er tíminn til að hjálpa honum," sagði Leopoldo.

„Diego er persóna sem er stundum stórkostleg og stundum ekki. Hann gæti verið tíu þúsund sinnum betri. Það hjálpar honum að koma hingað. Það er mjög erfitt að vera Maradona."
Athugasemdir
banner
banner
banner