Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 03. nóvember 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Margir leikmenn á Spáni hafa farið í yfir 50 skimanir
Úr leik í La Liga.
Úr leik í La Liga.
Mynd: Getty Images
Margir leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni hafa farið í yfir 50 skimanir vegna kórónuveirunnar síðan faraldurinn skall á.

Öll lið í efstu tveimur deildunum á Spáni fara að minnsta kosti vikulega í skoðun en þeir fara í skimun fyrir alla leiki. Liðin sem eru í Evrópukeppnum fara í ennþá fleiri skimanir.

Spænska íþróttablaðið AS sagði frá því 20. október að 65 af 450 leikmönnum í spænsku úrvalsdeildinni hafi greinst með kórónuveiruna á þessu ári eða 14,5% leikmanna.

Þrír þjálfarar af tuttugu í úrvalsdeildinni hafa einnig greinst með kórónuveiruna.

Margir af leikmönnum hafa verið einkennalausir en þeir hafa verið sendir í einangrun þar sem þeir hafa æft einir heima á meðan þeir eru með veiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner