Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 03. nóvember 2020 09:03
Magnús Már Einarsson
Messi til Manchester City næsta sumar?
Powerade
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Tæpir tveir mánuðir eru í að félagaskiptaglugginn opni á ný. Slúðurblöðin fylgjast vel með gangi mála.



Manchester City gæti boðið Lionel Messi (33) samning í janúar og fengið hann í sínar raðir frá Barcelona næsta sumar. (Telegraph)

Manchester City ætlar að gera Raheem Sterling (25) og Kevin de Bruyne (29) að launahæstu leikmönnunum í ensku úrvalsdeildinni. (90 Min)

Atletico Madrid, Bayern Munchen og Sevilla vilja öll fá hægri bakvörðinn Tariq Lamptey (20) frá Brighton. (Mail)

Manchester United, Leicester og Everton hafa öll áhuga á nígeríska kantmanninum Samuel Chukwueze hjá Villarreal. (90 Min)

PSG vill fá Dele Alli (24) frá Tottenham í janúar. (Mail)

Barcelona vill fá Darin Nunez (21) framherja Benfica í sínar raðir. (ESPN)

Barcelona ætlar að bjóða sjö milljónir punda í Eric Garcia (19) varnarmann Manchester City í janúar. Garcia verður samningslaus næsta sumar. (Mirror)

PSG vildi fá Thiago Alcantara (29) frá Bayern Munchen í sumar en hann fór á endanum til Liverpool. (France Football)

Graham Potter, stjóri Brighton, ákvað að hafa framherjann Neal Maupay (24) ekki í hópnum gegn Tottenham á sunudag þar sem hugarfar hans var ekki rétt. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner