þri 03. nóvember 2020 14:51
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Ísland berst um sæti á EM á þessum magnaða leikvangi
Icelandair
Mynd: Getty Images
Á fimmtudagskvöldið í næstu viku, 12. nóvember, mun Ísland mæta Ungverjalandi í Búdapest. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti á EM á næsta ári.

Leikurinn fer fram á Puskas Arena leikvangnum en um er að ræða mannvirki sem er aðeins eins árs gamalt.

Þessi glænýi völlur er skírður í höfuðið á goðsögninni Ferenc Puskas sem var um tíma einn besti fótboltamaður heims og vann marga titla með Real Madrid.

Leikvangurinn tekur 67.215 áhorfendur en um 20 þúsund áhorfendur verða leyfðir á leiknum.

Þess má geta að viðureign Bayern München og Sevilla um Ofurbikar Evrópu var leikinn á vellinum í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner