Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 03. nóvember 2020 11:05
Magnús Már Einarsson
Sebastian Hedlund framlengir við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski varnarmaðurinn Sebastian Starke Hedlund hefur skrifað undir nýjan samning við Val.

„Sebastian Hedlund sem er 25 ára gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2018 og hefur stimplað sig inn sem einn allra besti leikmaður efstu deildar," segir á Facebook Vals.

„Hann hefur á ferli sínum leikið fyrir félög eins og Schalke 04, GAIS, Kalmar FF og á að baki leiki fyrir landslið Svía U17, 13 leikir, U19, 13 leikir og U21 9 leikir."

Hedlund spilaði ellefu leiki þegar Valur vann Pepsi Max-deildina í sumar en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum.

Hann fetar í fótspor Hauks Páls Sigurðssonar og Birkis Más Sævarssonar sem hafa einnig framlengt samninga sína við Val undanfarna daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner