Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. nóvember 2020 06:00
Aksentije Milisic
Sigurður Sigurþórsson hættur hjá ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR tilkynnti það í gær að Sigurður Sigurþórsson sé hættur sem þjálfari hjá kvennaliði ÍR.

Sigurður tók við ÍR árið 2018 en nú hefur náðst samkomulag um það að hann haldi ekki áfram með liðið.

ÍR hafnaði í neðsta sæti í 2. deild kvenna í sumar þar sem þær enduðu með tíu stig úr fimmtán leikjum.

Af Facebook síðu ÍR:

„Knattspyrnudeild ÍR og Sigurður Sigurþórsson hafa gert samkomulag um að hann ljúki nú störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.
Sigurður tók við þjálfun meistaraflokks kvenna haustið 2018 og segja má að fyrir hans tilstuðlan hafi tekist að halda út liði í 1.deild 2019 eftir tvísýni um það fyrsta vetur hans sem þjálfari. Nú í sumar styrkti Sigurður kjarna flokksins og markaði fyrstu skrefin uppávið í kvennaboltanum hjá ÍR
Stjórn deildarinnar þakkar Sigurði fórnfúst starf fyrir hönd deildarinnar og óskar honum alls hins besta í hvívetna.
Fréttir af þjálfaramálum meistaraflokks kvenna verða að finna hér á þessari síðu, fyrr en síðar enda stutt í næsta undirbúningstímabil."

Athugasemdir
banner
banner