banner
   þri 03. nóvember 2020 15:30
Fótbolti.net
Svona gekk spáin í 2. deild karla - Efstu liðin fóru upp en fallsætin óvænt
Kórdrengir og Selfoss fóru upp eins og spáð var.
Kórdrengir og Selfoss fóru upp eins og spáð var.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar liðanna í 2. deild karla spáðu fyrir um lokastöðuna fyrir mót. Selfoss og Kórdrengjum var spáð upp og þessi lið fóru upp í Lengjudeildina. Kórdrengir unnu deildina eftir að hafa verið spáð öðru sætinu.

Fjarðabyggð og KF var spáð neðsta sæti en bæði þessi lið blésu á hrakspár. KF endaði í 6. sæti og kom mest á óvart miðað við spána.

Víðir og Dalvík/Reynir féllu eftir að hafa verið spáð 7. sæti og 10. sæti.

Lokastaðan í deildinni:
1. Kórdrengir (spáð 2. sæti) | +1
2. Selfoss (spáð 1. sæti) | -1
3. Þróttur V. (spáð 5. sæti) | +2
4. Njarðvík (spáð 3. sæti) | -1
5. Haukar (spáð 4. sæti) | -1
6. KF (spáð 12. sæti) | +6
7. Kári (spáð 8. sæti) | +1
8. Fjarðabyggð (spáð 11. sæti) | +3
9. ÍR (spáð 6. sæti) | -3
10. Völsungur (spáð 9. sæti) | -1
11. Víðir (spáð 7. sæti) | -5
12. Dalvík/Reynir (spáð 10. sæti) | -2
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner