Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. nóvember 2020 12:30
Fótbolti.net
Svona gekk spáin í Lengjudeild karla - Liðin sem fór upp komu á óvart
Keflavík og Leiknir R. fóru upp en hvorugu liðinu var spáð því fyrir mót.
Keflavík og Leiknir R. fóru upp en hvorugu liðinu var spáð því fyrir mót.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Lengjudeild karla spáðu fyrir um lokastöðuna fyrir mót.

ÍBV og Grindavík var spáð upp um deild þar en hvorugt liðið náði að endurheimta sæti sitt í Pepsi Max-deildinni. ÍBV olli mestu vonbrigðum en liðið endaði í 6. sæti eftir að hafa verið spáð efsta sætinu.

Keflavík, sem vann deildina, var spáð 3. sæti fyrir mót og Leiknir R. sem fór líka upp var spáð 5. sætinu. Fram, sem var í harðri baráttu um að komast upp, var spáð 6. sæti en endaði í 3. sæti.

Magni og Leiknir F. féllu eins og þjálfarar og fyrirliðar spáðu fyrir mót.

Lokastaðan í deildinni:
1. Keflavík (spáð 3. sæti) | +2
2. Leiknir R. (spáð 5. sæti) | +3
3. Fram (spáð 6. sæti) | +3
4. Grindavík (spáð 2. sæti) | -2
5. Þór (spáð 4. sæti) | -1
6. ÍBV (spáð 1. sæti) | -5
7. Vestri (spáð 8. sæti) | +1
8. Afturelding (spáð 9. sæti) | +1
9. Víkingur Ó. (spáð 7. sæti) | -2
10. Þróttur R. (spáð 10. sæti) | 0
11. Magni (spáð 12. sæti) | +1
12. Leiknir F. (spáð 11. sæti) | -1
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner