Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. nóvember 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
„Þessi umræða um Salah sem dýfara varð til fyrir 2-3 árum"
Mo Salah
Mo Salah
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, gagnrýndi vítaspyrnudóm í 2-1 tapi liðsins gegn Liverpool um helgina. Mohamed Salah fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir baráttu við Arthur Masuaku. Moyes vildi meina að ekki hefði verið um vítaspyrnu að ræða en atvikið var rætt í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Það var klárlega brotið á honum. Hann sparkar aftan í löppina á honum. Það virðist enginn hlusta á þann sem braut. Hann segist vera svekktur með sjálfan sig og hvernig hann bar sig að í þessum varnarleik," sagði Hrafn Kristjánsson í hlaðvarpsþættinum í dag.

„Við vitum það allir að Salah var ekki að reyna að standa í lappirnar en það er neglt aftan í fótinn á þér þá viltu fá víti. Þessi umræða um Salah sem einhvern dýfara varð til fyrir 2-3 árum."

„Þetta er einn sterkasti leikmaðurinn í heimsfótboltanum með mann í bakinu. Það voru 6-7 atvik í röð þar sem hann þurfti að ganga með miðverði á bakinu eins og einhvern bakpoka. Hann stóð það af sér og fékk ekki neitt. Hann tók eftir það greinilega meðvitaða ákvörðun um að hann ætli að fara í jörðina í hvert skipti sem einhver grípur utan um hann."


Hlynur Valsson bætti við: „Sérskaklega eftir að VARsjáin kom inn í þetta þá nota allir leikmenn tækifæri til að dýfa sér."

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild.
Enski boltinn - Liverpool kreistir sigra og einbeitingarlaus Pogba
Athugasemdir
banner
banner