Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. nóvember 2020 06:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toddi Örlygs átti stóran þátt í því að Ferguson hélt starfinu
Toddi á U19 landsliðsæfingu síðasta haust. Hann var gestur í Draumaliðinu í síðustu viku.
Toddi á U19 landsliðsæfingu síðasta haust. Hann var gestur í Draumaliðinu í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sir Alex Ferguson vann sinn fyrsta titil sem stjóri United árið 1990.
Sir Alex Ferguson vann sinn fyrsta titil sem stjóri United árið 1990.
Mynd: Getty Images
Brian Laws var árið 2010 stjóri Burnley.
Brian Laws var árið 2010 stjóri Burnley.
Mynd: Getty Images
Þorvaldur Örlygsson, Toddi Örlygs, var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í síðustu viku. Þáttinn má hlusta á hér neðst í fréttinni.

Í þættinum velur Toddi draumalið skipað leikmönnum sem hann spilaði með á ferlinum og segir skemmtilegar sögur frá honum. Toddi starfar í dag sem þjálfari U19 ára landsliðsins. Á sínum tíma lék hann með KA, Paderborn, Nottingham Forest, Fram, Stoke og Oldham. Þá lék hann 41 landsleik og skoraði sjö landsliðsmörk.

Toddi segir frá eftirminnilegum leikjum sem hann spilaði á ferlinum. Einn af þeim var einn af þeim fyrstu sem Toddi lék í treyju Nottingham Forest. Árið er 1990 og leikurinn er gegn Manchester United á heimavelli í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

United vinnur leikinn 0-1 og má sjá klippu af því helsta úr leiknum hér að neðan. Undir myndbandinu á Youtube stendur: „Starf Alex Ferguson var sagt undir í bikarleiknum á móti Forest. Mark Robins skoraði eitt mikilvægasta markið í sögu United þegar hann skoraði sigurmarkið árið 1990. United fór alla leið í keppninni, vann bikarinn og það var byrjunin á einhverju stóru."

„Leikurinn við United sýnir manni hvað litlir hlutir geta breytt miklu. United var þarna í 4. neðsta sæti en við vorum ofarlega, í þriðja sætinu. Mark Robins skorar mark, svindlmark. Brian Laws átti lélega sendingu á mig, ég missi boltann og Mark Robins skorar svo í kjölfarið," sagði Toddi.

„Svo í hálfleik verður allt vitlaust, alveg brjálað því að [Brian] Clough kemur inn og byrjar að hrauna yfir Brian Laws, sem var hægri bakvörður, hvers lags vitleysa þetta væri. Hann ætlar að svara Clough, byrjar að benda á mig og drulla yfir mig. Svo fer allt í háaloft, allir ætluðu að fara slást í klefanum. Það eina sem var í stöðunni var að Clough-arinn tekur Laws út af. Hann notaði eina skiptingu af tveimur mögulegum. Þetta tók svolítið langan tíma að ég og Brian Laws myndum sættast, það var allt í háaloft þarna."

„Mark Robins skoraði og þetta skapaði nafn fyrir hann. Markvörðurinn okkar átti reyndar að gera betur. Skallinn var af löngu færi. Þetta var röð af hinu og þessu, allir að benda á aðra. Það er í þessum augnablikum þá eru allir að hugsa um rassinn á sjálfum sér. Brian Laws var ekki einu sinni í standi til að spila, hann átti aldrei að spila þennan leik. Hann var tæpur í hnénu en sagði aldrei frá því. Við vorum betra liðið, með mjög gott lið, erum með enska landsliðsmenn í mörgum stöðum og svekkjandi að klára ekki þennan helvítis leik,"
sagði Toddi um leikinn sem bjargaði starfi Ferguson og var upphafið af ótrúlegri sigurgöngu.

Sir Alex vann 37 titla sem stjóri United. Hann var stjóri liðsins í 27 ár frá árinu 1986 til ársins 2013. Fyrsti titillinn vannst vorið 1990 þegar sigur vannst í ensku bikarkeppninni.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner